Stašurinn

Strandgata 49 á sér víðamikla og merkilega sögu. Húsið er rótgróinn hluti af strandgata 49sögu Akureyrarbæjar, þar sem það hefur staðið í ein 140 ár og er jafnframt elsta hús sem stendur á Oddeyri.

Húsið var lengst af iðnaðar- og verslunarhúsnæði, allt frá því að forvígsmenn Gránufélagsins, Tryggvi Gunnarsson og sr. Arnljótur Ólafsson keyptu það. Gránufélagið var afar umsvifamikið í áratugi en halla tók undan fæti upp úr aldamótunum 1900 og komst það í eigu Hinna sameinuðu íslensku verslana, sem héldu skrifstofur sínar í þessu húsi allt til ársins 1962. Þá tók við vélsmiðjan Oddi en hún var starfrækt þar alveg til 1992 og var þá húsið orðið gjörbreytt að innan. Um haustið 1993 var lokið við endurgerð á húsinu og þar opnaði veitingarstaðurinn Við Pollinn sem dró nafn sitt af staðsetningu hússins. Tíu árum síðar lauk starfsemi veitingarstaðarins og skemmtistaðurinn Vélsmiðjan opnaði þar. Húsið hefur því oftast verið kennt við Vélsmiðjuna, hvort sem fólk á við hina upprunalegu vélsmiðju eða skemmtistaðinn.


Nú er í  þann mund að hefjast enn önnur saga þessa stórglæsilega húss og við vonum að þú takir þátt í að móta hana með okkur  

 

Opnunartímar á bryggjunni eru frá 11:30

Svęši

BRYGGJAN   |   Strandgata 49   |   600 Akureyri   |   Sķmi 440 6600   |  bryggjan (at) bryggjan.is    Fylgdu okkurFacebook
į facebook