Flýtilyklar
Bee Gees
Umsagnir tónleikagesta eru á einn veg:
“12 stig”
-Gulli Helga, Ísland í bítið á Bylgjunni
Frábær sýning hjá frábæru fólki, hef ekki skemmt mér svona vel í langan tíma, þetta var algjörlega geggjað. Það var augljóst að búið var að leggja mikla vinnu í þessa tónleika. Væri til í að fara aftur, maður þekkti hvert einasta lag, takK fyrir mig,,,”
-Sigga Beinteins, söngkona
,,Tónleikarnir voru algjört DÚNDUR! Það fara ekki allir í skó Gibb-bræðra eins og okkar fólk gerði þarna, mikil fagmennska. Áhorfendur iðuðu í sætum sínum framan af, svo einfaldlega sprakk allt og fólk dansaði, klappaði og stappaði. Gríðarlega góð skemmtun!“
-Guðfinnur Sigurvinsson, Síðdegisútvarpinu, Rás 2.
Árið 1958 stofnuðu áströlsku bræðurnir Barry, Maurice og Robyn Gibb hljómsveitina Bee Gees. Sennilega óraði þá ekki fyrir heimsfrægðinni sem beið þeirra og fjölda þeirra laga sem áttu eftir að ná gríðarlegum vinsældum út um allan heim. Þeir eru óaðskiljanlegur hluti diskósins og svo miklu miklu meira.
Nú 55 árum síðar stíga á svið íslenskir tónlistarmenn í Menningarhúsinu Hofi og flytja öll helstu topplög þeirra Gibbbræðra í glæsilegri umgjörð laugardaginn 26. október 2013.
Meðal helstu smella má nefna Massachusetts, How deep is your love, Staying alive, To love somebody,Islands in the stream, Tragedy, Words, Nights on Broadway, You should be dancing og Jive Talking.
Þann 7. október 1978 var Saturday Night Fever frumsýnd á Íslandi og verða því liðin 35 ár nú í október síðan þessi gífurlega vinsæla mynd var sýnd margsinnis fyrir fullu húsi en alls sáu tæplega 70 þúsund Íslendingar myndina í bíói. Það verður því sannkölluð tónlistarveisla í Hofi þegar öll þessi frábæru lög BeeGees verða flutt.
Söngur og raddir:
Pétur Örn Guðmundsson
Friðrik Ómar
Matthías Matthíasson
Jógvan Hansen
Jóhanna Guðrún
Hljómsveit:
Þórir Úlfarsson - píanó og raddir
Stefán Örn Gunnlaugsson - hljómborð og raddir
Róbert Þórhallsson - bassi
Kristján Grétarsson - gítar og raddir
Hannes Friðbjarnarson - slagverk og raddir
Einar Þór Jóhannsson – gítar og raddir
Vilhjálmur Ingi – trompet
Steinar Sigurðarson - saxafónn
Benedikt Brynleifsson – trommur
Dansari: Javi Fernandez
Danshöfundur: Yesmine Olson
Hljóðmeistari: Haffi Tempó
Ljósameistari: Helgi Steinar
Framleiðandi: Rigg viðburðir